140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Eins og bent hefur verið á í þessu er óljóst hvað átt er við með þessari spurningu, þ.e. ef meiri hluti svarar þessari spurningu játandi, sem í sjálfu sér má alveg búast við, gefur það okkur afar takmarkaða mynd af því hvernig ákvæði um persónukjör menn vilja hafa í stjórnarskrá. Persónukjör er hægt að útfæra með endalaust mismunandi aðferðum. Hér er greinilega ekki verið að vísa sérstaklega til ákvæðisins um kosningar í tillögum stjórnlagaráðs, þetta er miklu opnara og almennara en það, þannig að jákvætt svar við þessari spurningu gefur okkur afar litla vísbendingu um vilja þjóðarinnar varðandi útfærslu á tillögu um persónukjör.

Ég hafna þessari spurningu á þeim forsendum.