140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:50]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Spurningin er svona:

„Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“

Ég er fylgjandi persónukjöri og hef barist fyrir því. Þetta er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar en eftir því sem ég best veit á þetta mál fyrst og fremst heima í kosningalöggjöfinni. (VigH: Já.) Þetta er í rauninni mál sem ríkisstjórnin hefur heykst á allt kjörtímabilið að koma til framkvæmda. Það skiptir engu máli þó að þjóðin svari þessari spurningu játandi sem ég tel að hún geri. Ég veit það ekki, en ég tel að hún geri það.

Alþingi er að setja persónukjör inn í kosningalöggjöfina, eitthvert ákvæði í stjórnarskrá skiptir þar engu um. Við getum breytt þessu núna og það er Jóhanna Sigurðardóttir, hæstv. forsætisráðherra, sem hefur flutt mál um persónukjör frá því að hún hóf þingsetu fyrir 20 árum ef ég man rétt. (Gripið fram í: 20?) (HöskÞ: 30!)