140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:01]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að segja að þetta væri skýrasta spurningin af þeim sem hér liggja frammi og miðað við þá aðferðafræði sem almennt er beitt þegar búnar eru til spurningar sem fara inn í skoðanakannanir eða þá þjóðaratkvæðagreiðslu þangað til hv. þm. Þór Saari, sem lýsti því yfir fyrr í dag að hann væri einn af flutningsmönnum að þessu og skildi þetta allt saman afskaplega vel, lýsti því yfir að eitthvað meira héngi á spýtunni gagnvart þessu, að það væru einhverjar aðrar breytingar sem ætti svo að koma með. Ef maður les drög að 39. gr. í tillögum stjórnlagaráðs sem fjallar um alþingiskosningar sé ég ekki að það hangi neitt sérstakt fleira þar á spýtunni. Nú er ég alfarið (Gripið fram í.) hætt að skilja þetta mál sem ég hélt þó að væri það skýrasta af þessu öllu.