140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:10]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Í lok þessarar atkvæðagreiðslu vil ég einfaldlega láta þess getið að ég hef verið á rauða takkanum en það lýsir hvorki skoðunum mínum á drögum stjórnlagaráðs sem leggja á til grundvallar nýrri stjórnarskrá né afstöðu minni til þeirra spurninga sem hér eru lagðar fram. Mér finnst hins vegar það ferli sem búið er að setja umræðu um stjórnarskrána í vera með þeim hætti að ég get ekki fellt mig við það og ég tók þess vegna þá ákvörðun að vera á rauða takkanum í þessari atkvæðagreiðslu.