140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:26]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ef einhver er í vafa um að þessar spurningar séu óskýrar og að menn skilji ekki þessi hugtök eins þurfa menn ekki að gera annað en að skoða upptökuna og lesa það sem hv. þingmenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sögðu áðan. Það kom algjörlega í ljós að þetta er eins óskýrt og það getur orðið. Þrátt fyrir að hv. þingmenn stjórnarliðsins reyni að ýta ábyrgðinni af eigin klúðri yfir á fræðimenn hefur komið í blöðunum í dag að þvert á það sem hefur verið sagt var efnið ekki ákveðið af sérfræðingunum. Það sagði hv. þingmaður stjórnarliðsins fyrir tveimur dögum og hver og einn getur flett því upp. Það er ekki rétt.

Það er sorglegt að menn skuli nota þetta tækifæri til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu (Forseti hringir.) en þetta er enn eitt dæmið um fúskvinnubrögð þessarar ríkisstjórnar.