140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hugmyndir stjórnlagaráðs eru að mörgu leyti góðar. Þrátt fyrir að það ráð hafi ekki verið kosið í samstöðu og þrátt fyrir að hv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar komi hingað og efni til illinda í lokaatkvæðagreiðslunni eru margar hugmyndir góðar. En þjóðaratkvæðagreiðslan mun annaðhvort leiða til þess að þetta verður samþykkt eða fellt. [Hlátur í þingsal.] Ef það verður samþykkt koma deilurnar. Hvað vorum við eiginlega að samþykkja? Hvað má breyta miklu? Má breyta einhverju? Má breyta engu eða má breyta öllu?

Ef það verður fellt, hvað gerist þá? Er þá allt ónýtt, allt starfið og allur þessi leiðangur? (Gripið fram í.)

Ég segi nei.