140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

orð þingmanna í atkvæðagreiðslu.

[14:40]
Horfa

Baldur Þórhallsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Enn og aftur fjallar hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson ekki efnislega um málið. Hann sagði í þingræðu áðan að ég kenndi hvernig ætti að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslur við Háskóla Íslands. Það er alrangt. Ég kenni það ekki og hef aldrei gert. Það er einfaldlega þannig. Í kjölfarið á því undraðist hann hvernig ég talaði hér innan húss. Ég vil bara fá að bera af mér þessar sakir, frú forseti, það er ekki öðruvísi en það.

Ég hvet enn og aftur þingheim til að fjalla efnislega um málin og ekki fara í manninn.