140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[21:58]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Við eyðum heilmiklum fjármunum, ekki bara í þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem var samþykkt hér í dag heldur einnig í aðlögunarferlið að ESB.

Hv. þm. Mörður Árnason spurði mig áðan hvað Steingerður Hreinsdóttir, sem fer fyrir Kötlu jarðvangi, ætti að gera ef hún fengi nú ekki þennan IPA-styrk. Ef við værum ekki í þessu aðlögunarferli værum við kannski með einhverjar hugmyndir um að styrkja einhver verkefni á landsbyggðinni. Þá gætum við hv. þingmenn Suðurkjördæmis hugsanlega tekið saman höndum við aðra áhugamenn um uppbyggingu í Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra og jafnframt styrkt verkefni sem þetta á okkar eigin forsendum.

Telur hv. þingmaður að það sé raunhæf leið?