140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[22:07]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé rétt að hv. þingmaður hafi staðið sig nokkuð vel í því að stympast á móti Evrópusambandinu sem ráðherra. Í fyrirspurnum hv. þm. Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar og hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar til núverandi hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Steingríms J. Sigfússonar svaraði hann því reyndar til að hann mundi standa á því og berjast fyrir því með kjafti og klóm að ekki yrði flutt inn hrátt kjöt og að tollamúrar, eitt af þeim markmiðum sem íslenskur landbúnaður hefur sett, ættu að standa óhaggaðir. Ég vona að svo verði. Ég vona að það sé ekki rétt hjá hv. þm. Jóni Bjarnasyni að sú víglína sem þar var sé að gefa eftir og að eitthvað sé að marka þau orð sem núverandi hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét (Forseti hringir.) falla hér í ræðustól.