140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

skýrsla um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun.

[10:50]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hvatninguna. Það sem ég get sagt er að við munum að sjálfsögðu gera okkar besta. Ég ætla ekki að lofa heildstæðri áætlun fyrir haustið því að mig grunar að það gæti tekið tíma að gera hana í ljósi þess að þarna þurfa margir aðilar að koma að. Ég vonast hins vegar til að við getum séð fyrstu merki um einhverjar aðgerðir fyrir haustið þannig að við munum fara í þessa vinnu og vonandi gengur hún vel.