140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[14:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að mótmæla hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni. Mér finnst niðurstaða mín mjög rökrétt eftir að hafa rökstutt með því hvað felst í fyrirvörum mínum. Hann spyr hvort ekki hefði verið eðlilegra að leggja til hlutafé. Ég fór einmitt yfir það í ræðu minni að ég teldi að það hefði verið skynsamlegt stæði til að endurfjármagna verkefnið á markaði. Það náðist ekki samstaða um það og þá tel ég eðlilegt að við förum eftir ráðleggingum Ríkisábyrgðasjóðs og fjármögnum verkefnið til enda.