140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

eignarhald á 365 fjölmiðlasamsteypunni.

[11:03]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Ég lít á það sem mjög mikilvægan þátt í lýðræðisríki að borgararnir séu upplýstir um það hverjir eigi fjölmiðlana. Það er liður í því að hver og einn geti metið fréttaflutning viðkomandi fjölmiðils og áttað sig á hver eigi viðkomandi fjölmiðil og hvort um einhverja hagsmunaárekstra sé að ræða sem þarf ekki endilega að vera, en til þess að borgarinn geti áttað sig á því þarf þetta að liggja ljóst fyrir. Ég tel að við hv. þingmaður séum nokkuð sammála um þetta. Ég vona að allsherjar- og menntamálanefnd ljúki umfjöllun sinni um frumvarpið sem liggur fyrir og þar verði þessar heimildir gerðar skarpari.