140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[11:58]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr hvort ég viti dæmi þess að settar hafi verið nýjar stofnanir eða jafnvel einhverjar lagðar niður, hafi ég tekið rétt eftir, samkvæmt kröfu Evrópusambandsins. Mér svo sem ekki kunnugt um það en bara til að halda því til haga vitum við um yfirlýsingar sem hafa komið frá einstaka forustumönnum Evrópusambandsins, til að mynda þegar skipt var um ráðherra, þar sem fögnuður braust út yfir því að þetta mundi ganga allt betur eftir að búið væri að skipta út einum hæstv. ráðherra, eða tveimur. Þessi skilaboð eru alltaf yfir manni. Ég held að reyndar hafi bara verið fagnað þegar öðrum var skipt út en ekki hinum. Þá vaknar spurningin um IPA-styrkina: Eru þeir ekki akkúrat styrkirnir til að sæta þessari aðlögun sem á að nota til að breyta stjórnkerfinu til að geta gengið í Evrópusambandið?