140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[16:33]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Það má þá skilja það svo að hv. þingmaður hafi ekki tölu yfir hversu mörg EES-mál hann hefur annaðhvort sjálfur staðið fyrir að flytja í þinginu eða samþykkt sem almennur þingmaður.

Svo að ég vitni aðeins í orð hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, núverandi hv. þm. Jóns Bjarnasonar, við framsögu málsins, með leyfi forseta:

„… mjög mikilvægt er að þetta matvælafrumvarp fái afgreiðslu Alþingis til nefndar svo fljótt sem verða má. Umtalsverðir hagsmunir eru í húfi sem snerta m.a. sjávarútveginn og samskipti okkar innan EES.“ — Ekki ESB, EES.