140. löggjafarþing — 110. fundur,  31. maí 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

621. mál
[14:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Enn ein tilskipunin frá Evrópusambandinu vekur áhuga minn og nú beini ég sjónum mínum að Sjóvá og því gjaldþroti sem þar varð — þrátt fyrir reglur Evrópusambandsins, þrátt fyrir eftirlit Fjármálaeftirlitsins o.s.frv.

Það er eitthvað mikið að þessu kerfi öllu og ríkið þurfti að grípa þar inn í til að bjarga stöðu vátryggingartaka með upphæðir sem hlaupa á tugum milljarða, þetta liggur ekki endanlega fyrir. Ég fagna því ef þetta leysir þann vanda en ég vil að menn læri af því hruni sem varð á Íslandi. Líka Evrópusambandið.