140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

eigendastefna Landsbankans.

[10:52]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Það hlýtur að vera gerð sú krafa til hæstv. fjármálaráðherra að hún fari vel með eignir ríkisins, að hún tryggi að undirstofnanir sem eiga að fara með eignarhluta eða verðmæti ríkisins fari vel með þær. Eins og kom fram í máli mínu er verið að grípa til aðgerða sem að mínu mati eru að skaða bæði virði og orðspor Landsbankans hringinn í kringum landið. (JBjarn: Alveg hárrétt.) Ég vil þá beina því og minna hæstv. ráðherra á það að hún situr náttúrlega í skjóli þess meiri hluta sem hér fer með völdin. Ég spyr líka hv. þingmenn Vinstri grænna: Ef menn hafa bara í hyggju að skoða eigendastefnuna, að skoða hvort það eigi að setja ákvæði um að byggðasjónarmiðið skipti máli þegar kemur að sölu eignarhluta í ríkisfyrirtækjum, munu (Forseti hringir.) þeir þá verja hana áfram vantrausti?