140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

633. mál
[11:59]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Breytingartillaga mín felur í sér að af hesthúsum í eigu einstaklinga og fjölskyldna í tómstundaskyni séu borguð lægri fasteignagjöld en atvinnustarfsemi í hesthúsum flokkist þá með annarri atvinnustarfsemi eins og eðlilegt er. Ef frumvarpið er samþykkt óbreytt eru innleidd í lög mismunun þar sem margs konar atvinnustarfsemi tengd hestamennsku sem starfrækt er í hesthúsum nýtur fríðinda umfram margvíslega aðra þjónustu við íþrótta- og tómstundaiðkun. Ég hvet þingmenn því til að styðja breytingartillögu mína og ganga þannig til liðs við samkeppnina og skynsemina í þessu máli. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)