140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

633. mál
[12:04]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Ég ætla að styðja þessa breytingartillögu eins og fram hefur komið en ég vil taka það fram að (Gripið fram í.) það er til fyrirmyndar að skipa starfshóp til þess að fara yfir skiptinguna á milli atvinnustarfsemi og tómstundaiðkunar í þessum efnum. En það á auðvitað að gera áður en lögunum er breytt. Það eru fráleit vinnubrögð að breyta lögunum og skipa síðan vinnuhóp til að fara yfir breytinguna. Hvers lags vinnubrögð eru það? Það gengur ekki að þingið starfi þannig.