140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[12:29]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við teljum nauðsynlegt að þessi heimild sé til staðar en við segjum þó í nefndaráliti okkar að nauðsynlegt sé vegna eðlis þessara mála, sem eru mjög viðkvæm og vegna þess hversu erfitt er að fara í slíkar aðfarargerðir, að settar verði sérstakar verklagsreglur sem hægt verði að byggja á þegar á þarf að halda að fara í slíka gerð. Reynslan hefur kennt okkur að af því að það er svo sjaldgæft að farið sé í gerðir af þessu tagi sé mjög eðlilegt að til séu slíkar verklagsreglur sem þeir sem framkvæma gerðina geti stuðst við. Hugsanlega gerist þetta bara einu sinni á ferli þess sem þarf að fara í slíka gerð og þá er gott að geta byggt á reynslu annarra.