140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

loftferðir.

349. mál
[12:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Frumvarpið sem hér um ræðir, um breyting á lögum um loftferðir, felur í sér jákvæðar breytingar að mörgu leyti. Ég er þó þeirrar skoðunar að ekki hafi verið nægilega komið til móts við sjónarmið sem komu fram frá umsagnaraðilum, m.a. ferðaþjónustuaðilum og flugráði og fleirum og hygg að málið þoli alveg betri skoðun á vettvangi hv. umhverfis- og samgöngunefndar. Ég mæli með því að málið fari þangað milli umræðna en mun af þessum sökum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.