140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

loftferðir.

349. mál
[12:35]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í þessu frumvarpi eru lagðar til nokkrar breytingar á núgildandi lögum um loftferðir. Þar er um að ræða breytingar og lagfæringar á atriðum sem hafa komið fram í framkvæmd laganna og hafa verið tilefni athugasemda hjá Alþjóðaflugmálastjórninni við innleiðingu á viðaukum Chicago-samþykktarinnar, sem er stofnsáttmáli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Hér er líka um að ræða mjög áríðandi ákvæði um bakgrunnsskoðun lögreglu vegna flugverndar og breytingu á lögreglulögum hvað varðar gjaldtöku. Ef málið verður ekki samþykkt á þessu þingi með hraði stefnir í óefni hvað þessi mál varðar í millilandafluginu.