140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

matvæli.

387. mál
[12:59]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um samkomulagsmál að ræða sem verið hefur til umfjöllunar í atvinnuveganefnd þar sem annars vegar er lagt til að bætt verði við heimild fyrir Matvælastofnun til að hafa aðgang að upplýsingum úr tölvukerfi tollyfirvalda og hins vegar þar sem eru lagðar til breytingar á kærufresti vegna stjórnsýsluákvarðana er varða innflutningseftirlit og kærur til æðra stjórnvalds.

Virðulegi forseti. Ég tók það fram að þetta er eitt af samkomulagsmálum sem unnið hefur verið í atvinnuveganefnd og er nú komið til 2. umr. Ég vil um leið nota tækifærið og þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni, framsögumanni málsins, fyrir að halda utan um það og fylgja því hingað inn. (Gripið fram í.)