140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

réttindagæsla fyrir fatlað fólk.

692. mál
[13:03]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í velferðarnefnd erum öll á því nefndaráliti sem hér hefur verið dreift og ég styð málið. Mig langar að benda á þá umræðu sem skapaðist í nefndinni þegar við fengum til okkar gesti þar sem rætt var um fötluð börn sem beitt eru nauðung. Ég tel að þetta sé atriði sem við þurfum að fara aðeins betur yfir í þinginu vegna þess að nauðung fyrirfinnst einnig innan skólakerfisins gagnvart fötluðum börnum. Þetta er mjög viðkvæmur málaflokkur en við þurfum engu að síður að taka þessa umræðu og með það að markmiði auðvitað að fækka tilvikum þar sem börn eru beitt nauðung. Það fæst ekki nema með auknum upplýsingum og aukinni fræðslu.