140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[16:44]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er út af fyrir sig athyglisvert að sjálfstæðismenn treysta sér ekki til að nefna tölu í þessum efnum. Ég hef þó heyrt þá nefna 10–12 milljarða í opinberri ræðu. Ég vil einfaldlega bera þá tölu undir hv. þm. Einar K. Guðfinnsson og spyr hvort hann sé sammála því að hóflegt veiðigjald sé einhvers staðar í námunda við þá tölu, 10–12 milljarða, eins og flokksmenn hans hafa sjálfir nefnt í opinberri ræðu.

Hér erum við vissulega að auka álögur á sjávarútveginn en við kjöraðstæður. Þá er spurningin þessi: Telur Einar K. Guðfinnsson, hv. þm. Norðvest., að sjávarútvegurinn sé aflögufærari en oftast áður einmitt um þessar mundir?