140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

fundarstjórn.

[19:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég spurði í dag hvort ekki væri eðlilegra að ræða stóra málið sem enn er hjá hv. sjávarútvegsnefnd áður en hægt væri að ræða þetta mál. Stóra málið gengur út á þá framtíðarsýn sem verður um sjávarútveginn og ef því verður ekki breytt þá er hún mjög dapurleg. Afnema á allt frjálst framsal með tímanum og það þýðir að það verður engin auðlind lengur. Við verðum því að ræða það mál áður en við ræðum um skattlagningu á auðlindina.

Ég ætla ekki að taka þátt í umræðunni um hina reglulegu og árvissu árás ríkisstjórnarinnar á sjávarútveginn rétt fyrir sjómannadag en bendi á að margir sjómenn munu væntanlega fylgjast með þessari umræðu og verða þá vansvefta þegar þeir fara að skemmta sér.