140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

fundarstjórn.

[19:40]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. utanríkisráðherra getur komið hingað og verið með kjánalæti og fíflalæti, með fullri virðingu, frú forseti, eins lengi og hann vill. En þetta er gamla Ísland. Það er gamaldags að halda því fram að við sem erum hér í húsi og erum að vinna vinnuna okkar nennum ekki að vinna vinnuna okkar.

Ég spyr: Hvar er hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir? Hvar er hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir? (Gripið fram í.) Hvar er hv. þm. Kristján L. Möller? (Gripið fram í.) Þetta eru þingmennirnir í hv. atvinnuveganefnd. Í dag var verið að kvarta undan því að stjórnarandstaðan væri að kalla eftir ráðherrum. Ég er ekki að kalla eftir ráðherrum. Ég er að kalla eftir því fólki sem leggur þetta mál fram, ber það uppi í nefndinni. Það fólk er ekki hér að vinna vinnuna sína. Getur verið að það sé farið að halda upp á sjómannadaginn með kjósendum sínum? (Forseti hringir.) Getur það verið? Ég vil fá að vita það, frú forseti, og ég vil fá að vita hversu lengi þessi (Forseti hringir.) fundur á að standa.