140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

fundarstjórn.

[19:43]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er lágmarkskrafa að gera til hv. alþingismanna að þeir virði fundarsköp og leikreglur lýðræðisins. Engum blöðum er um það að fletta að ágreiningur var um það hér í þingsal hvort funda ætti í kvöld eður ei. (Gripið fram í.) Úr þeim ágreiningi var skorið með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu eftir fundarsköpum þingsins og í þann ágreining fékkst niðurstaða. Sú niðurstaða er að fundað verður hér í kvöld og það að taka tíma frá málefnalegum umræðum með því að mótmæla hinni lýðræðislegu niðurstöðu (Gripið fram í.) er auðvitað ekki boðlegt.