140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Segjum að afkoman sé svo sveiflukennd að stundum sé gífurlegur hagnaður en svo myndist tap. Hvað ætlar hv. þingmaður að gera með útgerðir sem búið er að skera fituna af þannig að þegar þær fara inn í taptímabilið er ekkert til að lifa af? Þá fara þær á hausinn. Á þá ríkið að taka þær yfir eða á þá að borga neikvæðan auðlegðarskatt?

Hv. þingmaður virðist fastur í þeirri hugsun að ríki sé sama og þjóð. Ég hef flutt frumvarp um að dreifa kvótanum raunverulega á þjóðina, íbúa landsins, og veita útgerðarmönnum í staðinn afskaplega öruggt umhverfi og algjörlega frjálst framsal sem er það sama og mikil arðsemi í greininni. Er það ekki ákveðin lausn á þessum vanda sem tvær fylkingar í landinu glíma um og talast varla við?