140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:19]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna. Það er svolítið einkennilegt að standa hér á föstudagskvöldi og ræða sjávarútvegsmál þegar flotinn er á leið í land til að halda upp á sjómannadaginn en það er í stíl við annað sem ríkisstjórnin stendur fyrir.

Frumvarpið minnir að nokkru leyti á frumvarpið sem ríkisstjórnin kom fram með um stjórnlagaráðstillöguna þar sem ansi fáir virðast geta mælt með því að það nái óbreytt fram að ganga. Umsagnaraðilar hafa komið fyrir nefndina og nánast tætt málið niður. Mig langar því að spyrja þingmanninn hvort hann geti nafngreint þá aðila sem komu fyrir nefndina á sínum tíma og mæla með því að frumvarpið verði óbreytt að lögum og fari svona í gegnum þingið. Ég veit að þingmaðurinn situr ekki í atvinnuveganefnd en hann hefur kynnt sér málið mjög vel.