140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:18]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi ráðstöfun tekna af veiðigjaldi er það í aðalatriðum tvíþætt; annars vegar er gert ráð fyrir því að ríkisfjármálin og ríkisfjármálaáætlunin njóti aukinna tekna af veiðigjaldi næstu þrjú, fjögur árin, til þess að koma ríkissjóði út úr halla og á réttan kjöl. (Gripið fram í.) Hallarekstur ríkissjóðs sprettur af því að útgjöldin eru meiri en tekjurnar. Það eru þá útgjöldin eftir því hvar þau falla til á landinu, ef menn vilja setja það inn í eitthvert landsbyggðarsamhengi.

Varðandi umframtekjur er ljóst að fyrstu 4,5 milljarðarnir í viðbótartekjur af veiðigjöldum eiga að renna til tveggja átta; til samgönguáætlunar, þ.e. til að flýta Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, byggja nýjan Herjólf og fjárfesta í Landeyjahöfn, (Gripið fram í.) og síðan í rannsóknir og þróun sem stendur auðvitað opið öllum landsmönnum. (EyH: … verða menn að borga meira) Ég held því að hv. þingmaður ætti aðeins að skoða þetta betur (Gripið fram í.) áður en hún heldur því fram að hér sé sérstaklega illa vegið að landsbyggðinni að þessu leyti. (Gripið fram í.)