140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

framhald þingstarfa.

[11:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mig langar að ræða aðeins starfsáætlun Alþingis sem er í raun lokið samkvæmt þeirri starfsáætlun sem samþykkt var í þingflokkum, í forsætisnefnd og hjá ríkisstjórn. Hæstv. forsætisráðherra sagði, held ég, um áðurnefndar aðgerðir útgerðarmanna að þetta væru lýðræðisþjófar eða eitthvað slíkt.

Mig langar þá að spyrja: Er þá ekki eðlilegt að við ljúkum þingstörfum í dag en látum ekki undan ofbeldi framkvæmdarvaldsins til að halda þingstörfum gangandi? Alþingi er lýðræðislega kjörinn vettvangur og hefur starfsáætlun sína samkvæmt því sem samþykkt var 1. október. Ég tel mjög óeðlilegt að hæstv. forsætisráðherra gangi um með þá kröfu að Alþingi vinni lengur eða sé lengur að störfum. Það er ekki í samræmi við það lýðræði sem ákveðið var í byrjun þessa þings, ég held að fólk ætti að vera samkvæmt sjálfu sér. Ég spyr hæstv. forseta að því hvort við förum ekki að sjá fyrir endann á þessu.