140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

framhald þingstarfa.

[11:11]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel einboðið að þingið muni fjalla um frumvarp til veiðigjalda í dag og þingfundur standi lengi enda var það ljóst í umræðum á föstudaginn að margt er órætt í málinu og margir á mælendaskrá. Löggjafinn er að vinna í málinu, bæði í þessum þingsal og ekki síður á vettvangi þingnefndarinnar sem fjallar um stóra breytingamálið á fiskveiðistjórninni í heild.

En hitt er vert að minna á, virðulegi forseti, að lýðræðislega kjörinn meiri hluti þingmanna sætir ekki ofbeldi framkvæmdarvaldsins. Ofbeldið í þessum þingsal kemur úr annarri átt.