140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

framhald þingstarfa.

[11:14]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Það er kostulegt að heyra Íslandsmeistarann í málþófi koma hingað og kvarta yfir málþófi stjórnarandstöðunnar. (Gripið fram í.) — Virðulegi forseti. Ef þingmenn stjórnarliðsins gætu gefið mér ráðrúm til að hafa orðið hér …

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð í þingsal.)

Það er rétt hjá hæstv. forsætisráðherra að hér eru mál sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að klára. Við vitum að fiskveiðistjórnarmálin hafa verið áherslumál þessarar ríkisstjórnar í þrjú ár. Það breytir því ekki að samkvæmt þeirri starfsáætlun sem hæstv. forsætisráðherra lagði fyrir, og fékk meðal annars samþykkt í ríkisstjórn, þá áttu þessi mál að vera ásamt öðrum málum kláruð síðasta fimmtudag. En hver er staðan? Það er ekki meint málþóf stjórnarandstöðunnar sem hefur komið í veg fyrir að þau mál séu kláruð, það vitum við. Þau mál, annað fiskveiðistjórnarmálið og rammaáætlunin, eru enn í nefnd og ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki náð saman um það og við vitum öll (Forseti hringir.) hvernig í því liggur.

Það er fjarstæða af hæstv. forsætisráðherra að halda þessu fram og hún veit betur. Samningaumleitanir hæstv. forsætisráðherra eru með þeim hætti (Forseti hringir.) að sagt er: Hér eru 100 mál sem við ætlum að klára. Má bjóða ykkur að segja til um hvenær þið viljið gera það?