140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi það hvort ástæða sé til að kalla umsagnaraðila aftur inn út af þeim breytingum til lækkunar og ívilnunar sem orðið hafa á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar tel ég hana ekki til staðar. Það er búið að stilla þetta það vel af að ég tel ekki þörf á að fara aftur í gegnum það. Þetta liggur fyrir og fyrirtækin eiga að standa vel undir því veiðigjaldi sem hér er boðað.

Hvað varðar hitt frumvarpið sem enn er í nefnd tel ég það vera mikla málamiðlun sem ekki sé ástæða til að gera breytingar á. Þeir sem vilja gera enn meiri kerfisbreytingar hafa komið fram með þá skoðun sína að hér sé allt of skammt gengið en þeir sem eru algjörlega á hinum endanum segja að þetta séu allt of miklar breytingar og ég er (Forseti hringir.) í miðjunni.