140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:35]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Ég vil spyrja hv. þingmann út í áhyggjur hans vegna launa sjómanna og verkafólks. Miðað við það að greiða veiðigjald segir hv. þingmaður greinina ekki ráða við að greiða sjómönnum eða verkafólki hærri laun og að sjómenn og verkafólk þurfi að taka þátt í að greiða niður veiðigjaldið. Hvernig fær hv. þingmaður það út þegar þessir liðir eru frádráttarbærir?

Miðað við það að ríkissjóður fái um 15 milljarða á næsta ári miðað við þau veiðigjöld sem er verið að tala um að leggja á, bæði grunngjaldið og sértæka gjaldið, hvernig getur þingmaðurinn fengið þá tölu til að stemma við það að Vestmannaeyjabær einn greiði 4 milljarða? Er ekki verið að mata okkur þarna á röngum tölum? Getur þetta passað miðað við það hlutfall útgerðar sem er í Vestmannaeyjum, (Forseti hringir.) 4 á móti 15 milljarðar á ári?