140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:37]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Já, ég held áfram að spyrja hv. þingmann hvort hann telji ekki að þær breytingar sem hafa verið gerðar á þessu frumvarpi skipti miklu máli þegar verið er að tala um að tekjur ríkissjóðs dragist saman miðað við það sem fyrst var áætlað um að minnsta kosti 7 milljarða og það sé verið að koma til móts við skuldug fyrirtæki vegna kvótakaupa upp á 1,5 milljarða. Gladdist ekki hv. þingmaður við að heyra að í því frumvarpi sem enn þá er í nefnd er búið að leggja grunn að því að treysta að menn þurfi að vera með og vinna eftir gildum kjarasamningum, þeir aðilar sem fá veiðileyfi? Það er líka verið að fara í bókhaldslegan aðskilnað á veiðum og vinnslu.

Þar sem mikill hræðsluáróður virðist rekinn gagnvart starfsfólki beini ég því líka til hv. þingmanns að ég fylgdist með viðtali á netinu í erlendum fjölmiðli við (Forseti hringir.) útvegsaðila í Vestmannaeyjum sem sagði að þar væri glimrandi uppgangur og miklar tekjur.