140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:33]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, mér finnst mjög athyglisvert að ræða þetta með réttlætið, eða jafnræðið eins og hæstv. forsætisráðherra kallaði það í dag. Ef það er óréttlátt að ekki geti allir hafið störf í sjávarútvegi í dag, hvar er þá réttlætislínan? Er hún þar að allir geti farið út á sjó og tekið þátt í þessu kerfi? Getur það verið málið? Það fer engan veginn saman við þá almannahagsmuni sem verið er að tala um vegna þess að þá tapast augljóslega öll hagræðing út úr greininni.

Þá hlýtur að vera einhver afmarkaður hluti fólks sem á að komast inn í greinina með þessu nýja réttlæti vinstri manna. Er þá með þessum málum verið að gæta sérhagsmuna þess hóps sem gæti hugsanlega hafið veiðar? Ég botna hvorki upp né niður í þessu og ætlaði að athuga hvort hv. þingmaður gæti eitthvað aðstoðað mig við að skilja þetta.