140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[16:31]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætis andsvar. Ég treysti því að þegar á þarf að halda muni hv. þingmaður ásamt öðrum hv. þingmönnum sem hafa talað vel um að styrkja byggðir í Skaftárhreppi leggjast á árarnar með okkur þingmönnum kjördæmisins sem höfum miklar áhyggjur af stöðunni. Ég nefni þar hv. þm. Mörð Árnason sérstaklega, sem hefur talað mikið um Skaftárhrepp í umræðunni um IPA-styrkina og Kötlu jarðvang.

Hefur hv. þingmaður hugsað sér að leggja fram frekari breytingar á íslenskri löggjöf þar sem þessi sjónarmið þingmannsins um að skatturinn renni meira til heimabyggða eru höfð til hliðsjónar, ekki bara í gegnum veiðigjaldið heldur almennt? Hefur hv. þingmaður hugsað sér að leggja fram slíkar breytingar í þinginu?