140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[16:32]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er ýmislegt í gangi í þeim efnum. Ég minni á að verið er að undirbúa, það ég best veit, útboð á strandsiglingum, koma þeim aftur af stað, kanna möguleika á að koma þeim í gang. Þær skipta miklu máli fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir varðandi flutninga.

Einnig er í undirbúningi form endurgreiðslu að hluta til á flutningskostnaði fyrirtækja eftir fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu þannig að viss nálgun af þessu tagi er í gangi og ég legg áherslu á að áfram sé unnið á þeim vettvangi. Hátt verð á olíum og bensíni er tvímælalaust fjarlægðarskattur, öll skattlagning sem kemur þar á er tvímælalaust skattlagning á fjarlægðir, þannig að ég tel að þar eigi að fara enn þá betur ofan í málin og vita hvort það megi jafna aðstöðuna. Jöfnun aðstöðu er (Forseti hringir.) grundvallaratriði í íslensku samfélagi og við viljum hafa landið allt í byggð.