140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:53]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hingað upp í líkum tilgangi og ræðumennirnir tveir á undan mér til að spyrja hæstv. forseta hvort hún geti gert ráðstafanir til að fá eins og einn eða tvo stjórnarliða í hús. Það er eiginlega ómögulegt að ræða þetta mikilvæga mál. Hér er enginn staddur úr atvinnuveganefnd þingsins. Hæstv. forseti er að vísu stjórnarliði en af augljósum ástæðum er henni ekki kleift að taka þátt í umræðum sem stendur.

Ég óska eftir því að frú forseti svari þeirri spurningu hvort til standi að kalla til stjórnarliða til að taka þátt í umræðunni, ella er borðleggjandi að við þurfum að fresta henni. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem erum hér í salnum gætum alveg eins sest niður í þingflokksherbergi okkar (Forseti hringir.) og átt þetta samtal þar en við vildum (Forseti hringir.) gjarnan eiga það við stjórnarsinna.