140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:55]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það mál sem hér er til umræðu er mjög mikilvægt og stór hluti stjórnarandstæðinga á eftir að flytja sína fyrstu ræðu. Það er því langur vegur frá að uppi sé málþóf eða eitthvað annað slíkt. Við erum að ræða þetta mikilvæga mál sem snýr að aðalatvinnugrein þjóðarinnar.

Eitt er að koma til þings með frumvarp sem kemur svo í ljós við skoðun að er handónýtt, regluverkið er bilað, byggt á misskilning, annað er þegar umræða fer fram um hið sama mál sem menn hafa verið staðnir að að leggja fram með slíkum ósköpum að koma þá ekki og taka þátt í umræðunni og hlusta á skoðanir annarra hv. þingmanna. (Forseti hringir.) Það þykir mér heldur miður og tek undir þær ábendingar (Forseti hringir.) til virðulegs forseta að fresta fundi og kalla eftir stjórnarliðinu.