140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:03]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er að velta fyrir mér hvort einhverjir úr meiri hluta atvinnuveganefndar séu í húsi til að hlýða á þessa umræðu eða að fylgjast með henni. Hv. þm. Magnús Orri Schram er í salnum og þökkum við að sjálfsögðu fyrir að hann sé að fylgjast með umræðunni en það væri vel ef aðrir væru hér sem eru í nefndinni. Að sjálfsögðu geta menn verið á skrifstofum sínum að horfa á, við þingmenn vitum það.

Frú forseti. Ég vil líka taka undir með hv. þm. Pétri H. Blöndal um að hér frammi liggur breytingartillaga frá hv. þm. Þór Saari og þingmaðurinn er ekki á mælendaskrá. Ég veit að forseti getur kannski ekki ræst út þingmenn, sem eru búnir að setja fram breytingartillögur, núna til að vera á vaktinni en það er full ástæða að vekja athygli á því að hér liggur frammi breytingartillaga sem er mikilvægt að fá umræðu um.