140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:37]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Áður en hv. þm. Illugi Gunnarsson hélt ræðu sína kom ég hér upp vegna fundarstjórnar forseta. Mér varð á að biðja aftur um orðið þegar hæstv. forseti var búinn að veita hv. þm. Illuga Gunnarssyni orðið. Ég er komin hingað upp til þess að njóta leiðsagnar hæstv. forseta þannig að ég og vonandi fleiri þingmenn geti stillt sig um að vera með gífuryrði í ræðustól. Þess vegna finnst mér mikilvægt að forseti svari því sem ég spurði um áðan hvaða orð það voru sem féllu svo illa í kramið hjá hæstv. forseta þannig að ég viðhafi þau ekki að nýju. Ég vona að þetta verði ákveðið fordæmi fyrir fleiri þingmenn, hvort sem þeir hafa mikla þingreynslu eins og hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon eða minni þingreynslu, en þeir eru þó nokkrir. Mér þætti vænt um ef hæstv. forseti mundi leiðbeina mér í þessum efnum.