140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:10]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er öllum ljóst að hv. þingmaður er alin upp í sjávarplássi, á Akranesi, og hefur þar af leiðandi ákveðna innsýn í þann vanda sem mörg landsbyggðarsveitarfélög glíma við. Þess vegna er svo mikilvægt að minna á þetta því að margir sem ekki hafa tengingar út á land hafa eðlilega ekki skilning á þeim vanda sem mörg sveitarfélög glíma við, því miður.

Varðandi spurningar hv. þingmanns um hvort þessi frumvörp standist stjórnarskrá held ég að það hljóti að vera á mjög gráu svæði, en það er mjög mikilvægt að það liggi fyrir áður en þingið afgreiðir þessi mál. (Forseti hringir.) Ég tek undir með hv. þingmanni um það en ég hef ekki skoðað sérstaklega þau (Forseti hringir.) atriði sem hv. þingmaður benti á.