140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:44]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að við höfum séð það í allt of ríkum mæli hvaða aðferðum hæstv. forsætisráðherra beitir. Það kann að vera að í gegnum tíðina hafi hæstv. forsætisráðherra beitt þessum aðferðum til að komast áfram, þ.e. hnefanum.

Við horfum upp á það að fylgi ríkisstjórnarinnar dalar mánuð eftir mánuð og hún er í stríði við allt og alla. Ríkisstjórnin getur aldrei miðlað málum eða náð sátt í nokkru máli, það birtist síðan í fylginu. Getur ekki verið að staðreyndin sé að verða sú að meiri hluti þjóðarinnar sé búinn að fá sig fullsaddan af því að ríkisstjórn Íslands, með hæstv. forsætisráðherra (Forseti hringir.) í broddi fylkingar, leitist alltaf við að velja ófriðinn þegar friður er í boði?