140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:54]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Mjög stutt í þetta skiptið því að hv. þm. Jón Gunnarsson gerði mér þann greiða að leiðrétta hv. þm. Ásmund Einar Daðason. Ég talaði ekki um LÍÚ-aðila heldur kallaði ég Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn gælunafninu LÍÚ-flokkar. Það gerði ég vegna þess að þeir hafa frá upphafi fyrst og fremst sinnt hagsmunum Landssambands íslenskra útvegsmanna hér á þingi. (JónG: Þetta er rangt.) Gert það frá því að kvótalögin voru sett á þeirra valdatíma á (JónG: Kynntu þér málið.) níunda áratugnum. (Gripið fram í.) Þeir tóku þátt í breytingunni árið 1990 eða 1991 (TÞH: Maður á alltaf að segja satt í ræðustól.) sem vinstri flokkarnir … (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Einn fund í salnum.)

Forseti. Það væri snjallt að hafa annan ræðustól þannig að ræðumaður hverju sinni nyti þess að … (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Forseti beinir þeim tilmælum til allra þingmanna að gefa ræðumanni hljóð, nú sem endranær.)

Þetta var það sem ég átti við. Og hv. þm. Jón Gunnarsson kannast ekki við það, það er þá ekki fráleitt að þeir komi hver um sig þingmenn úr þessum LÍÚ-flokkum og reki það hvort þeir standa fyrir þá hagsmuni eða einhverja aðra.