140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:26]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af þeirri reynslu sem maður býr yfir eftir langa dvöl á Alþingi er því ekki að neita að fyrrverandi ríkisstjórnir, ekki bara sú hæstv. ríkisstjórn sem nú situr heldur allar ríkisstjórnir frá 1990 hafa brugðist því að standa vörð um stöðu og styrk byggðanna, sjávarplássanna í landinu, allar. Það er engin undanskilin og þar af leiðandi enginn flokkur á Íslandi í dag af þeim sem við getum kallað flokka en ekki hentistefnublómvendi.

Núverandi ríkisstjórn keyrir hins vegar um þverbak. Hún er eins og sumir ráðamenn þjóðarinnar sem ganga alltaf allt of langt, sem fara yfir strikið og fara fram úr sjálfum sér og öllu sem fólk getur miðað við. (Forseti hringir.) Það hefur þessi ríkisstjórn svo sannarlega gert.