140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:34]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég flutti þessi rök fyrr í ræðu minni. Ég nefndi til að mynda að þar sem um er að ræða 400 starfsmenn hjá ellefu fyrirtækjum í Vestmannaeyjum og þar tapast með þessu fyrirkomulagi 180 störf. Hvort veikir það eða styrkir bæjarfélagið? (Gripið fram í: Veikir.) Já, er ekki nokkuð skynsamlegt að álykta það? (Gripið fram í: Það er nokkuð ljóst.) Það er nokkuð ljóst. Um þetta snýst málið. Sveitarfélögin hafa gagnrýnt, í óðaönn um allt land, félög sjómanna, landverkafólks, allir sem hafa metnað til að verja stöðu sína og stefnu fyrir eðlilegri framtíð, öryggi og eðlilegri framtíð. — Klukkan var vitlaus þegar … (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Nei, hv. þingmaður hefur eingöngu eina mínútu.)

Nei, það var ein og tuttugu, allt í einu tapaðist ein mínúta, en allt í lagi með það, virðulegi forseti.

(Forseti (RR): Hv. þingmaður hefur eingöngu eina mínútu.)

Allt í lagi með það, virðulegi forseti, afsakaðu. Það er þannig … (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Tími hv. þingmanns er liðinn.)

… að þetta stórveikir stöðuna í landinu og það verður að hlusta á það fólk sem er að vara við. (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmann um að víkja úr ræðustól.)

Virðulegi forseti. Tíminn …

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmann að víkja úr ræðustól.)

Tíminn var ekki réttur hér á klukkunni. Ég bið um orðið um störf forseta.

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmann um víkja úr ræðustól.)