140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta sem mér finnst hafa verið með ágætum í kvöld eins og venja er til af hálfu sitjandi forseta þingsins. Ég get þó tekið undir það að kannski væri það farsælt að kæla nokkra þingmenn niður í það minnsta, þeim er þá frjálst að fara heim. Ég vil þó gera athugasemd við það, ef mér er ekki að skjöplast um of, að mér sýnist einn þeirra þingmanna sem hér fer mikinn í þingsal í kvöld vera undir áhrifum áfengis (Gripið fram í: Nú.) og mundi vilja að forseti þingsins kannaði það frekar. (VigH: Á að sitja undir því að einn þingmaður sé undir áhrifum í salnum?)

(Forseti (RR): Hv. þingmaður, það er forseti þingsins sem stýrir fundi.)