140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

afsökunarbeiðni þingmanns.

[10:30]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Forseti. Í umræðum um störf þingsins síðastliðna nótt lét ég þau orð falla að mér sýndist sem svo ef mér skjöplaðist ekki um of að einn þeirra þingmanna sem hæst fór í umræðunni væri undir áhrifum áfengis. Ég staðfesti það síðan við sitjandi forseta þingsins strax á eftir að þar hefði ég átt við hv. þm. Jón Gunnarsson sem hefur hins vegar neitað því að svo hafi verið og dreg ég því þessi orð mín til baka og bið hv. þingmann afsökunar á þeim.